3 dagur keppninar var langur og strangur, leiðin liggur frá borginni Nador til Er Rachidia 649 km í heildina og þar af 252 km á sérleiðum.
Fyrsti hluti leiðarinar reyndi mikið á rötun og GPS kunnáttu keppanda því mikið er um slóða og vegi í allar áttir og leiðin sem aka á er mjög krókótt, svo tóku við grófir og grýttir slóðar og vegir sem þarf að aka varlega um.
Helder Rodrigues á YAMAHA sem var í forustu eftir dag 2 og félagi hans Ruben Faria líka á YAMAHA virtust
ekki ná að halda nægum hraða í dag því þeir drógust hægt og sígandi afturúr, Rodrigues kláraði í 23 sæti í dag og Faria sem var í 2 sæti yfir heildina í gær varð frá að hverfa í dag með ónýtan mótor.
Marc Coma á KTM var í góðum gír í dag og setti met á leiðinni með besta tímann 56 sek betri en næsti maður en það gekk ekki öllum vel í dag, eftir að hafa 2/3 leiðarinar á svipuðum tíma og Marc Coma þá bilaði gírkassinn hjá Cyril Despres á KTM og endaði með því að aka síðustu 192 km í fyrsta gír en féll samt ekki nema niður í 16 sæti yfir heildina.
Cris Blais á KTM átti frábæran dag sem var gott því gærdagurinn var slæmur, miklar tafir hjá honum vegna olíuvandræða með hjólið, hann náði næstbesta tíma á leiðinni, reyndar með besta tíma á 1 þriðjungi sérleiðarinar og er hann í 5 sæti yfir heildina en var í 79 sæti eftir dag 2.
Staðan eftir 3 dag er:
1. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 5h42´12
2. Marc Coma KTM með heildartímann 5h42´38 +00´26
3. David Casteu KTM með heildartímann 5h43´15 +01´03
4. Jonah Street PAI með heildartímann 5h49´10 +06´58
5. Cris Blais KTM með heildartímann 5h50´49 +08´37
Kv.
Dakarinn