Leiðin í dag liggur í hring, þ.e.a.s liggur frá Nema og í 400 km leið sem endar svo aftur í Nema og eru sérleiðar 366 km af þessu.
Upphaflega átti þessi leið að vera frá Nemu yfir Mali eyðimörkina til Timbuktu en skipuleggjendur ákváðu að breyta þessu á síðustu stundu vegna frétta af mannránum hryðjuverkahópa á leiðinni.
Marc Coma KTM var með 54 mín í forustu þegar hann lagði af stað í dag og var hann ákveðin í að halda forustu sinni en það þarf ekki mikið útaf að bera til að það forskot minnki.
Strax við fyrsta tímatökusvæði kom í ljós að það var eitthvað mikið að gerast, Helder Rodrigues YAMAHA sem var með forustu fyrstu 2 dagana var með besta tímann, var hann heilum 2 mín á undan Marc Coma KTM.
Þessu hélt hann í gegnum öll tímahlið en það dró aðeins úr hraðanum í lokin því hann endaði einungis 44 sek á undan forustumanninum.
Annars var þessi dagur mjög tíðindalítill, engin óhöpp urðu og allir skiluðu sér í mark og heildarstaðan hélst óbreytt.
Lokastaða 10 sérleiðar er:
1. Helder Rodrigues YAMAHA með tímann 4h12´55 meðahr. 86.8km
2. Marc Coma KTM með tímann 4h13´39 +0´44
3. Cyril Despres KTM með tímann 4h13´46 +0´51
4. Janis Vinters KTM með tímann 4h15´48 +2´53
5. David Casteu KTM með tímann 4h17´36 +4´41
6. Thierry Bethyes HONDA með tímann 4h19´56 +7´01
Heildarstaðan eftir 10 sérleiðir er:
1. Marc Coma KTM með heildartímann 40h55´10 meðahr.86.8km
2. Cyril Despres KTM með heildartímann 41h49´53 +54´43
3. Deavis Casteu KTM með heildartímann 42h10´22 +1h15´12
4. Cris Blais KTM með heildartímann 42h35´47 +1h40´37
5. Pal Anders Ullevalseter KTM með heildartímann 43h07´30 +2h12´20
6. Helder Rodrigies YAMAHA með heildartímann 43h47´26 +2h52´16
7. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 43h47´34 +2h52´24
8. Janis Vinters KTM með heildartímann 44h27´52 +3h32´42
9. Michel Machini YAMAHA með heildartímann 44h34´55 +3h39´45
10. Thierry Bethys HONDA með heildartímann 44h50´01 +3h54´51
Á morgun er ekki nein tímataka vegna þessara breytinga á leiðum vegna hryðjuverkahópana.
Þurfa liðin því að aka bara beint til borgarinar Ayoun þar sem næsti leggur verður ræstur.
Kv.
Dakarinn