París – Dakar sérleið 13 Coma dettur út

13 sérleiðin liggur frá Kayes til  Tambacounda, dagleiðin er 458 km og þar af eru 280 á sérleiðum.
Leiðir dagsins eru hraðar en jafnframt erfiðar, þurfa ökumenn að gæta þess að ruglast ekki á slóðum eins og gerðist hjá mörgum í gær.
Hluti leiðarinar er í gegnum skóglendi og á köflum mjög þröng.

Spánverjinn Marc Coma KTM sem er með um 54 mín forustu fór ekki vel af stað, strax á tímatökusvæði eitt


 hafði hann tapað tíma vegna þess að hann villtist og er það annars dagurinn í röð sem það gerist hjá honum.
Coma og pólverjinn Jacek Czachor KTM voru samferða frá tímasvæði eitt og völdu rangan slóða sem reyndist að auki vera mun grýttari en þeir áttu von á.
Coma sem var á góðri leið með að sigra sitt annað Dakar rall í röð var full ákafur í að vinna upp glataðan tíma gæti ekki að sér og keyrði á stein sem lá hálffalin í sandinu og þeyttist hann um koll og skemmdi hjólið mikið, gerðist þetta 57 km inná sérleiðinni og var hjólið það mikið skemmt að það var ekki hægt að aka því meira svo Coma verður að sætta sig við að hætta keppni þetta árið.
Þegar leið á keppnina var hann og hjólið sótt með þyrlu og flogið að endamarkinu þar sem læknir skoðaði hann og úrskurðaði að hann væri líklega með heilahristing og mundi hann ekki einu sinni sitt eigið nafn en læknirinn átti von á að hann væri orðin nógu góður til að hann gæti farið heim með flugi á morgun.
Með því að detta út þá er Cyril Despres KTM komin í góða stöðu, það er hálf kaldhæðnislegt að hugsa til að í fyrra náði Coma forustu af Despres eftir svipað atvik þar sem Despres lenti í óhappi.

Lokastaðan eftir 13 leiðir er:
1. Cyril Despres KTM með tímann 3h00´56     meðalhr. 86.2km
2. Cris Blais KTM með tímann3h07´03     +6´07
3. Michel Machini YAMAHA með tímann 3h11´21     +10´25
4. Thierry Bethys HONDA með tímann 3h12´39     +11´43
5. Tom Classen KTM með tímann 3h12´45     +11´49
6. Janis Vinters KTM með tímann 3h13´25     +12´29

Heildarstaðan eftir 13 leiðir:
1. Cyril Despres KTM með heildartímann 48h41´00     meðalhr.115.7km
2. David Casteu KTM með heildartímann 49h13´46     +32´56
3. Cris Blais KTM með heildartímann 49h35´52     +54´52
4. Pal Anders Ullevaleter KTM með heildartímann 50h11´37     +1h30´37
5. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartímann 51h02´00     +2h21´00
6. Janis Vinters KTM með heildartímann 51h29´41     +2h48´41
7. Michael Machini YAMAHA með heildartímann 51h35´12     +2h54´12
8. Thierry Bethys HONDA með heildartímann 51h53´19     +3h12´19
9. Jaroslav Katrinak KTM með heildartímann 52h07´43     +3h26´43
10. Henk Knuiman HONDA með heildartímann 53h07´01     +4h26´01

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar