París Dakar sérleið 8

Eftir kærkomin hvíldardag var komið að 8 sérleið, lá hún frá Atar til Tichit, alls 626 km og þar af 589 km á sérleiðum.
Á þessari leið eru 2 bensín- og viðgerðarstopp en keppendur verða að gera við sjálfir því aðstoðartrukkar eru ekki leyfðir í dag.
Fyrsti hluti leiðarinnar er nokkuð greiðfær þó grýttur sé en um miðbik mun reyna á þolimæði keppenda því það tekur tíma að finna rétta leið í eyðimörkinni þar sem slóðar og vegir hverfa fljótt.
Strax á fyrsta hluta festi Marc Coma KTM sig en frekar sem líklegan sigurvegara eftir óheppni annara

 keppenda.
Sá sem tapaði mestu í dag var Isidre Esteve Pujol KTM en hann lenti í að gírkassinn brotnaði sem tafði hann mikið rétt eins og Cyril Despres KTM lenti í fyrir nokkrum dögum.
Eftir þetta óhapp hjá Pujol er Despres komin í 2 sætið yfir heildina en samt 54 mín á eftir.

Marc Coma KTM sem hefur haldið forustu síðan á 4 degi færðist í dag einu skrefi nær sínum öðrum sigri í París – Dakar rallinu.
Marc Coma KTM var ræstur 6 í dag en vann sig örugglega framfyrir sína helstu keppinauta á þessari löngu sérleið(589km) þrátt fyrir að hafa þurft að keyra síðustu kílómetrana sem var mjög hraður kafli á ónýtum dekkjum bæði að framan og aftan en það hjálpaði líka mikið að einn helsti keppinauturinn Isidre Esteve skildi lenda í þessu óhappi.
Forustumaður KTM-Gauloises liðsins virðist hafa lent í sama vandamáli og liðsfélagi sinn Cyril Despres en þegar þetta gerðist átti hann 330 km eftir í mark, við tímahlið 3 var Esteve strax orðin 1h24mín á eftir Coma.
Cyril Despres KTM sem var ræstur 1 í dag virtist ekki hafa neitt svar við hraða Coma því
hann kláraði daginn heilum 10 mín á eftir honum.
Sá ökumaður sem hefur verið að koma á óvart er norðmaðurinn Pal Anders Ullevalseter KTM en hann kláraði daginn í 3 sæti 24 mín á eftir Coma og David Casteu KTM kom svo fjórði 26 mín á eftir.
Marc Coma KTM er nú komin með mjög sannfærandi forustu 54´58 og ætti að geta verið nokkuð rólegur þar en umræða dagsins er KTM 690 hjólin sem þeir aka allir á, nú hefur gírkassinn bilað bæði hjá Cyril Despres og Isidre Esteve og er sami gírkassi í hjóli Marc Coma.
Viðgerðamenn þessara liða hafa örugglega farið extra vel yfir gírkassana í viðgerðahléinu í kvöld til að finna útúr þessum bilunum og einnig að reyna komast fyrir að þetta gerist aftur hjá þeim.

Lokastaða 8 sérleiðar er:
1. Marc Coma KTM með tímann 7h46´13
2. Cyril Despres KTM með tímann 7h56´15     +10´02
3. Pal Anders Ullevalseter KTM með tímann 8h10´13     +24´00
4. David Casteu KTM með tímann 8h12´35     +26´22
5. Frans Verhoeven KTM með tímann 8h15´29     +29´16
6. Cris Blais KTM með tímann 8h24´46     +38´33

Heildarstaðan eftir 8 sérleiðar er:
1. Marc Coma KTM með heildartímann 30h24´47 meðahr. 88,5km
2. Cyril Despres KTM með heildartímann 31h19´41     +54´58
3. David Casteu KTM með heildartímann 31h28´02     +01h03´15
4. Cris Blais KTM með heildartímann 31h56´13     +01h31´26
5. Pal Anders Ullevalseter KTM með heildartímann 32h24´53     +02h00´06
6. Frans Verhoeven KTM með heildartímann 32h33´44     +02h08´57
7. Giovanni Sala KTM með heildartímann 32h38´38     +02h13´51
8. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 32h45´44     +02h20´57
9. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartímann 32h57´31     +02h32´44
10. Michael Marchini YAMAHA með heildartímann 33h29´07     +03h04´20

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar