Sérleið dagsins liggur frá bænum Tichit til Nema en leiðin er 497 km og þar af 494 km á sérleiðum, sérleiðin byrjar strax í startinu enda ekið beint af viðgerðarsvæðinu frá í gær og útí eyðimörkina.
Þessi dagur mun reyna mikið á rötun hjá keppendum því í eyðimörkinni er lítið um kennileiti og langt á milli
þeirra.
Algengt er að keppendur lendi í villu og komist ekki í endamark fyrr en um nótt.
Forustumaðurinn Marc Coma KTM sýndi enga takta í dag en hélt forustunni samt sem áður, tapaði reyndar 22sek sem er ótrúlega lítið miðað við lengd og ástand leiðarinar
Sá ökumaður sem kom, sá og sigraði í dag var amatörinn Janis Vinters KTM en hann var ræstur 21 í dag en með snilldarakstri kláraði hann í fyrsta sæti 7´31 á undan næsta manni.
Umræðan sem hefur verið um gírkassana í KTM 690 hjólinu hefur kannski átt þátt í að Coma tók ekki á fullu á hjólinu í dag, Coma var ræstur fyrstur í morgun og ók mjög öruggt og jafn allan leiðina og skilaði sér fyrstur yfir endalínu samt án þess að vera með besta tíma, þessi aðferð skilaði honum sigri í París – Dakar rallinu í fyrra.
Sigurvegari dagsins hefur ekki verið áberandi það sem af rallinu er en Janis Vinters KTM kláraði rallið 2006 í 10 sæti en í dag þá átti hann besta tímann á öllum tímasvæðum áður en hann kom í mark heilum 7 mín og 31 sek á undan fyrrum sigurvegara Cyril Despres KTM.
Cyril Despres KTM sem var ræstur annar í dag náði ekki að saxa nema um 22 sek á forskot Coma en það verður samt að teljast gott því þegar hann hafði ekið um 130 km féll hann og skemmdi leiðsögubúnaðinn sinn og varð eftir það að snúa leiðarbókinni handvirkt á ferðinni.
Norðmaðurinn Pal Anders Ullevalseter KTM kom svo fjórði í mark.
Lokastaðan 9 sérleiðar er:
1. Janis Vinters KTM með tímann 6h08´51 meðalhraði 80.4 km
2. Cyril Despres KTM með tímann 6h16´22 +07´31
3. Marc Coma KTM með tímann 6h16´44 +07´53
4. Pal Anders Ullevalseter með tímann 6h16´44 +07´53
5. Jean De Azevado KTM með tímann 6h18´25 +09´34
6. Cris Blais KTM með tímann 6h19´38 +10´47
Heildarstaðan eftir 9 sérleiðir er:
1. Marc Coma KTM með heildartímann 36h41´31 meðahr. 86,8 km
2. Cyril Despres KTM með heildartímann 37h36´07 +54´36
3. David Casteu KTM með heildartímann 37h52´46 +1h11´15
4. Cris Blais KTM með heildartímann 38h15´51 +1h34´20
5. Pal Anders Ullevalseter KTM með heildartímann 38h41´37 +2h00´06
6. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartímann 39h13´42 +2h32´11
7. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartímann 39h34´31 +2h53´00
8. Janis Vinters KTM með heildartímann 40h12´04 +3h30´33
9. Michael Marchini YAMAHA með heildartímann 40h14´33 +3h33´02
10. Jaroslav Katrinak KTM með heildartímann 40h20´49 +3h39´18
Kv.
Dakarinn