Yammanum hans Sigga Gylfa var stolið. Farið var inn í húsnæði sem hann var inni í við Fossháls seint í nótt og sleðinn tekinn. Sleðinn þekkist vel á meðfygjandi MYND, Svartur með gulum stífum og pústi og rauðleitum eldglæringum á húddinu. Þetta er eini sleðinn sinnar tegundar á landinu þannig að það er ekki hægt að brúka hann nokkursstaðar án þess að hann þekkist. Ýmislegt fleira fémætt var í geymslunni þar sem sleðinn var og hann var með svartri yfirbreiðslu en Yamminn var það eina sem var tekið og því er eins og þeir hafi vitað um hann og gengið beint að honum. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar hafið samband við Lögregluna í Reykjavík eða Sigga Gylfa í síma 8921033.