Aðalfundurinn var ágætlega sóttur og tókst í alla staði vel. Litlar breytingar verða á stjórn, Bjarni Bærings hættir en Sverrir Jónsson kemur inn nýr. Gerð var breyting á nafni félagsins, félagið heitir nú Vélhjólaíþróttafélagið VÍK til að leggja áherslu á stærð þess og hlutverk innan sérsambands í ÍSÍ. Einnig voru kynntar tillögur að verðskrá í brautir félagsins. Nýlunda þar er að allir sem ekki eru félagsmenn í VÍK greiða framvegis hærra gjald fyrir afnot af motocross OG endurobrautunum. Félagsgjald er áfram 4000 kr. og VÍK félagar greiða ekki fyrir afnot af endurobrautum en greiða 1200 kr. fyrir afnot af motocrossbrautum.
Hér er skýrsla stjórnar, rekstrar og efnahagsreikningur VÍK og glærurnar sem sýndar voru á fundinum.