Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár.
Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu.
Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt.
Kveðja Kjartan
Viðbót frá VÍK sbr. spjallkorkinn:
Við höfum rætt það við Kjartan að VÍK taki meiri ábyrgð á keppnishaldinu en áður s.s. skráningu og kynningarmál o.fl. og það er óbreytt. Það er því alls ekki útséð með "Klausturskeppnina" 27. maí hvort sem hún verði á Klaustri eða ekki.
Kveðja,
Hrafnkell Sigtryggsson
formaður VÍK