Mótorhjólaiðnaðurinn 2006

Þessa dagana er ég að vinna að svipaðri úttekt á mótorhjólaiðnaðinum svipað og ég gerði á síðasta ári. Ekki er hægt að koma með allar tölur fyrr en um næstu mánaðarmót, en þó er ég kominn með nokkrar tölur sem hægt er að velta fyrir sér. Einn liður er keppnishjólaflokkur og eru þessar 24 miljónir hreinn skattur sem mótorhjólamenn borga til ríkisins fyrir það eitt að fá að taka þátt í keppnum á mótorhjólum, en fyrstu tölur eru eftirfarandi:
1.. Mótorhjólakeppnisflokkur: Þessi flokkur er reiknaður þannig að haldnar eru 8 aðal keppnir, keppandafjöldi er jafnaður út með því að hafa meðaltal 110 keppendur

 (tæpir 400 keppendur á Klaustri eru settir á 110 og umfram það er bætt ofan á þær
keppnir sem eru á milli 70 og 120). Í hverja keppni eru notaðir 10 l. af bensíni,
en til að geta keppt þarf keppandinn að æfa sig mikið og notar á hjólið 90 lítra
til viðbótar og jafnast þá að keppnirnar eru 8X100l, en til að komast á æfingar og
keppnir þarf að draga hjólið á báða staðina og notar bíllinn 200 l. að jafnaði á
hverja keppni. Þá lítur jafnan út svona sem reiknað er eftir 8X110X300X66=
17,424,000. Keppnismenn fara að jafnaði með í galla og varahluti, líkamsræktarkort
og annann kostnað við æfingar ásamt því að mjög margir fara í sérstakar
æfingarbúðir erlendis og má gera ráð fyrir að hver keppnismaður fari með um
300,000 á ári í þessa liði. Samtals borga keppnismenn í mótorhjólakeppnum þá fyrir
það eitt að keppa fyrir utan kaup á hjólinu 24,024,000. 
Allar tölur í þessum flokki eru að sögn þeirra sem stunda keppnissport eru töluvert
of lágar og mætti allt að því tvöfalda allar tölur. Samanber keppnina á Klaustri þá
er áætlað að heildarnotkunin á keppnishjólin í keppninni einni og sér um 6,000
lítrar af bensíni.

Einnig er ég kominn með fyrstu tölur um innflutning á mótorhjólum fyrir árið 2006,
en af þessum fjölda eru torfærumótorhjól og fjórhjól um 1500. Fyrstu tölur um
heildar innflutning á mótorhjólum er:

Ef fjöldi hvers flokks er tekinn í innflutningi á hjólum þá er skiptingin svona:

0-50cc            42        hjól.

50-250cc      442        hjól.

250-500cc    893        hjól.

500-800cc    316        hjól.

800cc  +       517        hjól

Fjórhjól        772        hjól.

                   2982    samtals. + sexhjól um 180stk.

 

Einnig hef ég gert lið í þessari skýslu sem nefnist torfærumótorhjólaflokkur, en þar
er tekin öll notkun á torfærumótorhjólum í landinu og fengin út tala sú sem
torfærumótorhjólamenn borga í Ríkiskassann fyrir meðalnotkun á öllum
torfærumótorhjólum í landinu fyrir utan innkaup á hjólinu (bara meðalnotkun á
torfæruhjólum). Miðað við fyrstu tölur í þeim lið er sú tala í Ríkissjóð tæpar 100
miljónir, en ég á eftir að fá frá einum aðila tölur í þann flokk og því verður sú
tala að bíða ásamt því að greidd gjöld fyrir innflutning á hjólum fyrir árið 2006 er
ekki tilbúin fyrr en um næstu mánaðarmót. Miðað við það sem ég er kominn með má gera
ráð fyrir að heildartala sem mótorhjólaiðnaðurinn á Íslandi hafi skilað í
Ríkiskassann verði mjög nálægt 2 miljarðar í hreinar tekjur af mótorhjólum.

 

Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar