Allt að gerast. World Enduro Championship er byrjað. Fyrsta umferðin var haldin í Svíþjóð í snjó og krapa. Skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM sigraði báða dagan í E1. Í E2 voru það líka Finnar sem stóðu uppúr, fyrri daginn sigraði Samuli Aro á KTM en Mikka Ahola á Hondu varð annar, en seinni daginn snérist það við og Ahola sigraði. Í E3 var það enn einn Finninn Marko Trakkala KTM sem sigraði báða dagana.
Það sem menn eru annars spenntir fyrir er að fyrrverandi heimsmeistari Stefan Merriman hefur sagt skilið við
Yamaha og ekur nú Aprillia. Ekki var hann að standa undir væntingum, lenti í 8. sæti, en hann hafði það sér til afsökunar að vera of lítill til að geta stigið almennilega niður í þessum erfiðu aðstæðum. " Ég var aðeins búinn að æfa mig á nagladekkjunum, en að það yrði svona mikill lausasnjór og rásir átti ég ekki von á. Ef maður missti hjólið út úr rás, tók það mig 20 sek að koma hjólinu aftur í brautina og af stað aftur. Ég er alls ekki vanur svona aðstæðum" sagði Merriman