Á morgun 1. maí verður stóra motocrossbrautin í Bolöldu lokuð til kl. 15 á meðan unnið verður með jarðýtunni í henni. Í dag er búið að slétta brautina og rífa upp hörðustu kaflana. Á morgun verð stökkpallarnir lagaðir og stækkaðir. Brautin verður opnuð kl. 15 stundvíslega og ætti að verða í mjög góðu standi seinnipartinn.
Byrjenda- og 85 brautirnar verða opnar eins og vanalega á morgun. Sandhringurinn í Jósepsdal er að verða nokkuð góður og nú er búið að opna endurohringinn á flatanum sunnan við bílastæðið þannig að hægt verður að hjóla svæðinu þrátt fyrir lokunina.
Í fyrramálið verður líka unnið í húsinu og í kringum það. Ef einhverjir vilja hjálpa við smíðar og málningarvinnu fram að brautaropnun þá væri öll aðstoð vel þegin.
Brautar- og húsnefnd Bolaöldu.