Dagskráin lítur svona út:
2.maí (miðvikudagur)
* Mikil hugmyndavinna hefur átt sér stað innan umhverfisnefndar MSÍ varðandi framtíð okkar á slóðum landsins og verða helstu hugmyndir nefndarinnar kynntar.
* Ásgeir hjá AMG Aukaraf segir okkur frá Magellan GPS-tækjum fyrir mótorhjól, og aðferðum til að útbúa rafgeymislaus hjól með GPS-tækjum. AMG Aukaraf bíður fundargestum 15% afslátt af Magellan GPS tækjum og aukahlutum.
* Sérstök umfjöllun verður um hjólasvæði á suðurlandi og mun þar hæst fara umfjöllun Hjarta L. Jónsonar um Heklu- og Hengilsvæðið. Jakob Þór og Kristján Grétarsson taka svo fyrir hjólasvæði á Reykjanesinu og vesturlandi. Aldrei að vita nema vestfirðirnir fái að fljóta með.
9.maí (miðvikudagur)
* Hvað segja nýfallnir dómar okkur um stöðu hjólafólks á slóðum. UMSÍ hefur fengið álit lögmanns á öllum dómum sem fallið hafa á undanförnum árum og snúa að utanvegaakstri. Rýnt verður í álit lögmannsins.
* Rikki hjá R.Sigmundssyni segir okkur frá Garmin GPS-tækjum fyrir mótorhjól, Íslandskortinu og mapsourse. R.Sigmundsson bíður öllum fundargestum 10% afslátt af Garmin tækjum og aukabúnaði, ásamt 18% afsláttar af Íslandskortinu.
* Þau svæði sem tekin verða fyrir eru Norðurland, austurland og Hálendið. Nánar kynnt síðar. Þó má geta þess að Hjörtur L. ætlar að vera með sérstaka umfjöllum um NA-horn landsins.