Gróðursetning Bolaöldum

Eins og fram kom á aðalfundi þá nefndi ég að til stæði að gróðursetja plöntur upp á Bolaöldum í sumar. Sérlegur garðyrkjuráðunautur VÍK herra Ingvar Hafberg kom upp á Bolaöldur um daginn og gaf góð ráð: Núna er rétti tíminn að klippa af trjánum greinar og setja í vatn best er að klippa Víðistegundir og hafa afklippurnar í vatni í c.a. 3. vikur. Þegar þrjár vikur eru liðnar er bara að skella sér upp á Bolaöldu og skella þessu niður bak

við auglýsingarskiltin (sjá mynd af skiltum). Ég mæli með því að stefnt verði á Uppstigningardag sem er 17. maí. Einnig hef ég ákveðið stað þar sem losa má grasið sem kemur úr görðum félagsmanna VÍK, en sá staður er við endann á 65-85 brautinni fyrir utan girðingu (við hliðina á styttingarslóðanum sem liggur í átt að Litlu Kaffistofunni).


Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar