Skemmtikeppnin sem átti að vera upp á Bolaöldum sumardaginn fyrsta (19. apríl) er aflýst. Í gær snjóaði um tíma á Bolaöldum og ekkert hefur farið af frosthellunni sem er um 15cm.undir drullunni, enda var mesti hiti á Bolaöldu í gær +2 gráður. Þess vegna eru allar enduroleiðir enn lokaðar því þær eru eitt drullusvað (fór inn í eina leiðina á traktornum og sökk hann upp á hálf framhjól), en frost er undir drullunni sem þarna er, og því
minna sem leiðirnar eru keyrðar, því fyrr fer frostið úr. Motocrossbrautirnar eru samt vel aksturshæfar þó er drulla á þessum venjulegu stöðum, þar sem hún kemur alltaf. ÍSTAK lánaði okkur traktor með sturtuvagn og ætla ég að keyra malarkennt/sand- efni á honum á þessa helstu staði sem alltaf er drulla í motocrossbrautinni, til að skoða hvort það sé einhver lausn.
Kveðja Hjörtur L Jónsson