VÍK vantar fólk við brautargæslu á Klausturskeppninni. Sérstaklega er gott að fá menn sem hafa aðgang að fjórhjóli og geta komið á því. Starfið felst í því að reisa stikur og slá þær niður með sleggju. Einnig hafa menn réttindi til að dæma keppendur í víti ef þeir stytta sér leið. Nú þegar er kominn góður her manna til verksins en þetta verður bara auðveldara og skemmtilegra ef það eru fleiri.
Þeir sem eiga bara venjulegt hjól eða trial hjól eru einnig velkomnir til starfa.
Nóg verður að gera bæði föstudag og laugardag og það verður fundur með starfsmönnum klukkan 22 á föstudagskvöldið.
Vinsamlega hafið samband við Kela í vik@motocross.is fyrir nánari upplýsingar