Breytt braut á Bolaöldusvæðinu

Þeir sem hafa verið á Bolaöldusvæðinu undanfarna daga hafa séð að unnið hefur verið í brautinni við breytingar á jarðýtunni. Nú er þessum breytingum að mestu lokið og búið að opna inn á nýju kaflana tvo, en stóri stökkpallurinn sem er fyrir neðan húsið er að gefa stökk á milli 27 og 33 metra stökk (Helgi sonur Kela formanns stökk á miðvikudagskvöld vel fram yfir lendinguna c.a. 30-33 metra). Það á eftir að taka grjóthrúguna (setfnt á að gera það á morgun föstudag) sem er hægra megin við lendinguna og setja svo túnþökur yfir klöppina sem þarna er að því loknu. Á meðan grjótið er þarna eru rauðar keilur hægra megin í uppstökkinu og ber að varast þetta. Strax og þessari vinnu er lokið verður sáð grasfræi í þá staði sem ekki eru

 undir brautum og eru þá vinsamleg tilmæli til hjólamanna að hjóla ekki fyrir utan brautina og meðfram henni svo að grasið fái frið til að koma upp. Í næstu viku verður farið í að slétta sem mest þau svæði sem ekki er ætlað til mótorhjólaaksturs og verður sáð grasfræi í það til að hefta moldarfok á þurrum dögum. Að þessum sökum vil ég minna á að ALLUR AKSTUR FYRIR UTAN BRAUTIR ER BANNAÐUR.
 
Það er ýmislegt sem mig vantar upp á Bolaöldu sem sumir félagsmenn eiga auðvelt að nálgast eða að smíða. Sem dæmi þá vantar nauðsynlega standara fyrir hjól á bílastæðin, (þeir auglýsendur sem hafa borgað fyrir auglýsingarskilti á bílastæðin eru örugglega ekki ánægðir að auglýsingarnar þeirra séu notaðar sem mótorhjólastæði með svörtu gúmmíhringjafari eftir stýrið á hjólunum), en mér var að detta í hug hvort einhver járnsmiður (eða handverksmaður) gæti ekki smíðað eins hjólastand eins og er fyrir reiðhjól víða um bæinn, en smíða svona stand fyrir mótorhjól þannig að mótorhjólið sé keyrt inn í standinn rétt eins og reiðhjól (ég gef miða í brautina fyrir hvern mótorhjólastand sem kemur upp eftir og er það hreinlega spurning um að sá sem er með flottustu hönnunina og smíðina verði verðlaunaður með auka miðum).
 
Einnig ef einhver á auðvelt með að redda áburði á grasflatirnar hjá okkur má viðkomandi redda svoleiðis því að ef mikið gras er á svæðinu þá er ekki eins mikið ryk þegar þurrt er.
 
Ef einhver er að klippa garðinn sinn og er með Víði (allar tegundir) í garðinum sínum, (en ekki Víði Sigurðsson, en hann kemur sjálfviljugur upp á svæði oftast með bróður sínum Gunna). Endilega koma með afklippurnar og stinga þeim niður bak við auglýsingaskiltin, en þar hef ég sett töluvert af hestakúk, (grasmótoraúrgangi eða bara hrossaskít). Sé hins vegar einhver með Aspir þá eru þær settar út í mýrina (beint út frá 30 virðum þetta skiltinu, en þangað er hægt að komast á öllum jeppum). Þarna er búið að setja niður 100 afklippur af Ösp.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar