Þriðjudags, miðvikudags og fimmtudagskvöld, verða slóða vinnukvöld á Bolaöldusvæðinu. Margar hendur vinna létt verk, svo unnt sé að opna slóðana sem hafa verið lokaðir vegna vætu. Einnig verður ein ný leið lögð. Það eru ýmis verkefni sem liggja fyrir s.s. bæta við stikum, gróthreinsa, ath. lokunarbönd, smágirðingar ofl. Örugglega eitthvað við allra hæfi. Staðalbúnaður ætti að vera bakpoki og slaghamar, en ekki er nauðsynlegt að vera á hjóli til að hjálpa til. Allir sem að fara inn á leiðirnar sem eru lokaðar, verða að vera í Starfsmanna-vesti. Þau sem að eru dugleg og hafa áhuga á að prófa MX-brautirnar geta svo fengið miða að launum hjá mér að verki loknu. Ég verð komin upp á svæði milli 17-19 öll kvöldin, og er best að setja sig bara í samband við mig þegar mætt er á svæðið. Ef einhverjir vilja mæta fyrr, þá er það minnsta málið.
Bolaöldunefnd/Slóðar