Framkvæmdir á Bolöldum

Um helgina voru miklar framkvæmdir á Bolaöldum. Elli beltagröfujaxl kom með beltagröfu til að laga 65-85 brautina og Byrjandabrautina. Snillingurinn sem vann á gröfunnunni heitir  Lúðvík og renndi hann beltavélinni eftir brautinni og setti efni í hana, gerði stökkpalla, "vúbsa" og breikkaði brautina nánast alla. Byrjandabrautina tók hann að hluta og gerði litla hóla í hana og einn batta.
Einar Sig, Siggi Hjartar og Jói voru með mannskap á jarðýtunni ….

á vöktum mest alla helgina við að breyta stóru brautinni, en því miður tókst ekki að klára það verkefni þar sem að nýja jarðýtan okkar þjáist af þráfeldu lekandavandamáli í skiptingunni og er ekki ráðlegt að nota hana fyrr en búið er að skoða það.
Einnig átti að mylja brautina eins og gert var í haust, en græjan sem fengin var í það verk reyndist biluð þegar byrja átti að vinna á henni og því frestast það mál örlítið.

Þar sem að þetta er allt orðið svona flott verður gengið harðar í að menn séu með miða á hjólunum í báðar brautir, en nýjar vinnureglur hjá mér persónulega er að ef ég tek miðalausan einstakling í 65-85 brautinni eða stóru brautinni þá geri ég hjólið "upptækt" á staðnum (hjólið kyrrsett) og þarf viðkomandi að labba til að sækja miðann á hjólið á meðan ég stend við hjólið (þó svo að það sé alla leið á Litlu Kaffistofuna viðkomandi labbar sama hver er). Það eru einfaldlega of margir sem ekki borga og á það sérstaklega við um 65-85 brautina, en dagurinn þar kostar 500 krónur. Í þeirri braut mega keyra 50-85cc tvígengishjól og fjórgengis hjól með vél að 200cc. Frítt er í Byrjandabrautina og er sú braut eingöngu fyrir byrjendur (á öllum aldri).

Enduroleiðirnar (fyrir vestan húsið) eru nú opnar, en eingöngu þessar enduroleiðir sem merktar eru á kortinu rauðar, grænar og gular. Það eru nokkrar hættur í rauðu leiðunum s.s. skurðir eftir vatn og þegar farið er nálægt Sóthól þá er grjót sem hefur rúllað niður af fjallinu hjá þeim í malarnáminu og er þetta sérstaklega austan til við Sóthólinn. Þess vegna vil ég biðja menn að vera vel vakandi fyrir þessu. Aðrar enduroleiðir s.s. Bruggaradal verða hafðar lokaðar í allt að mánuð í viðbót, vegurinn upp að Dverghamraskála verður ekki lagaður fyrr en a.m.k. 10 dögum eftir að síðasti skaflinn fer úr veginum upp á fjall. Stóri hringurinn inni í Jósepsdal er allur að þorna.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson


Skildu eftir svar