Miðalaus í Bolaöldubrautinni!

Eins og flestir vita þá hefur félagið nýlega fjárfest í stórri jarðýtu sem er stór skuldbinding fyrir félagið. Brautarnefndin þeir Einar Sig., Siggi Hjartar og Jói Halldórs hafa ásamt Hirti lagt mikla vinnu í að undirbúa brautina þannig við hinir getum skemmt okkur. Þetta ber að þakka og virða sem og flestir gera. Flestir sem sækja svæðið greiða brautargjaldið og kunna að meta þessa vinnu. EN HVAÐ?


Enn er það samt að gerast að menn séu gripnir miðalausir í motocrossbrautinni! Nú síðast í gærkvöldi var Michael B. David stoppaður án miða – aftur!

Hvað er eiginlega að! Þeir sem ekki borga í brautina eru einfaldlega að stela peningum frá félaginu og öllum hinum sem alltaf borga. Þetta verður til þess að við verðum að leggja í enn meiri vinnu og kostnað við að standa yfir brautinni til koma í veg fyrir að menn séu að stela frá félaginu!? Þetta er til háborinnar skammar.

Framvegis verður því tekið mjög hart á svona brotum. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni og þá á að líma á hægri framdempara eða númerplötu – "miðar í bílnum" verða ekki teknir gildir og viðkomandi sendur heim.

Við verðum að standa saman um byggja þessa frábæru aðstöðu upp. Það eru ótrúlega margir aðilar sem eru að leggja hönd á plóginn og fjöldi fyrirtækja er að leggja okkur lið með einum og öðrum hætti. Það er því algjört lykilatriði að menn úr okkar eigin hópi sjái sóma sinn í því að greiða brautargjöldin.

Kveðja, Hrafnkell Sigtryggsson formaður VÍK

Skildu eftir svar