Þann 16. júní næstkomandi er ætlunin að halda mótorhjólasýningu á Akureyri.
Sýningin verður haldin í minningu Heidda og er henni ætlað að vera fjáröflun til styrktar safninu sem unnið er að þessa dagana. Ekki man ég til þess að haldin hafi verið alvöru hjólasýning á Akureyri áður, en gegnum tíðina höfum við sýnt hjólin okkar á bílasýningu BA á 17. júní og verður svo áfram. Sýningin 16. júní er haldin með fullu samráði við BA.
Toyota á Akureyri mun lána okkur húsið sitt í þetta og er það eitt glæsilegasta sýningarhús bæjarins. Ýmsar
uppákomur verða á sýningunni, og ef einhver er með hugmyndir er það vel þegið.
Er það von okkar að hjólafólk um allt land taki vel í þetta og mæti á sýninguna, og einnig að fólk láni hjól á sýninguna.
Til mikils er að vinna að koma til Akureyrar þessa helgi og verður mikið að gerast í bænum, þar má nefna Hjólasýninguna, bílasýninguna, burnout, míla, endurokeppni og margt fleira.
Einnig á ég von á að Tían geri eitthvað sniðugt í tilefni dagsins.
Þeir sem áhuga hafa á að sýna hjólin sín eru beðnir að skrá hjólinn á netfangið joi@ic.is Fram þurfa að koma allar uppl um hjólið og eiganda ( ekki er verra ef mynd og einhver saga hjólsinns fylgi ef til er). Það er takmarkað pláss, en við erum að leita eftir allavega hjólum, bæði nýjum og gömlum, þess vegna er um að gera að skrá hjólið svo við getum valið vel. Öllum sem skrá hjólin sín verður svarað eins fljótt og hægt er.
F.h. safnanefndar
Jói Rækja # 234
Tía # 1
S: 8663500