Þeir sem fylgjast með umræðu um vélarstærðir í Motocross vita að breytinga er að vænta í þeim efnum. Nú nýlega hittust FIM og AMA til þess að ræða þessi mál. Það er öllum ljóst að sú þróun sem er í hönnun á 4T vélum (fjórgengis) hefur gert það að verkum að 250 2T (tvígengis) og 450 4T vélar eru ekki lengur sambærilegar. Orkan í 450 4T er orðin það mikil að 250 2T á ekki möguleika á að keppa við þær lengur. Einnig fylgir því mikill rekstrarkostnaður að reka 4T hjólin og stendur vilji manna til þess að minnka þann kostnað. Einnig verður mönnum tíðrætt um það hvað 4T hjólin slíta brautunum mikið meira en 2T hjólin. Tillaga beggja aðila í dag er sú að halda sérstaklega utan um keppni á 85cc og 125cc 2T hjólum og útiloka
150 og 250 4T frá þeim flokkum. Þetta er gert til þess að gera þátttöku byrjenda í íþróttinni ódýrari. Einnig að minnka leyfilega vélarstærð 4T í MX1 í 350 cc í stað 450 cc 4T. Þessar tillögur hafa nú verið sendar framleiðendum hjólanna til umfjöllunar og er nú beðið svara.