Fjöldi fólks lagði leið sína á Akureyri um helgina en þar fór fram Bikarmót í motocrossi. 39 manns voru skráðir til leiks í 85cc flokki, 125cc flokki, kvennaflokki og MX1. Að sjálfsögðu var hluti Team Kawasaki á staðnum til að taka þátt.
Það var hún Karen Arnardóttir (Kawasaki) sem hafnaði í fyrsta sæti í kvennaflokknum,
Signý Stefánsdóttir (Kawasaki) var önnur og Guðný Ósk Gottliebsdóttir (Honda)
þriðja.
Í 85cc flokkinum stóð Eyþór Reynisson uppi sem sigurvegari, Bjarki Sigurðsson var
annar og Kjartan Gunnarsson endaði þriðji.
Í 125cc flokknum var Baldvin Þór Gunnarsson, Heiðar Grétarsson endaði annar og Ómar
Þorri Gunnlaugsson endaði þriðji.
Í MX1 vann Einar Sverrir Sigurðarson nokkuð öruggan sigur, Hjálmar Jónsson var annar
og Jóhann Ögri Elvarsson endaði þriðji.
Nítró vill þakka KKA fyrir frábært mót.