Þrusu þátttaka virðist ætla verða á púkahittingnum n.k. mánudag í Álfsnesi. Enn er tekið við skráningu á spitfire@vortex.is þar sem fram verður að koma nafn og hjólategund viðkomandi barns. Miðað er við börn frá 6 ára, hjól 50-85cc. Við viljum enn og aftur beina því til foreldra að láta
börnin ávalt nota allan
hlífðarbúnað og brýna fyrir krökkunum að fara varlega. Munum svo eftir góða
skapinu, mætum svöng og höfum gaman á þessum fyrsta formlega "púkahitting".
Athugið æfingin hefst stundvíslega klukkan 18:00 á mánudaginn. Hér er dagskráin:
18 – 18:20 akstur 50cc og minni.
18:20 Flaggað út.
18:30-19:00. Akstur 65cc og stærri.
19:00 flaggað út.
19:10-19:30 akstur 50cc og minni.
19:30 flaggað út.
19:35-20:00 akstur 65cc og stærri.
20:00 flaggað út.
20:10 Grill og gleði.