MSÍ hélt í gær fyrsta landsliðsfundinn sem undirbúning fyrir Motocross of Nations. Mættir voru þeir 10 sem valdir voru um daginn í hópinn og rætt var um framkvæmd og ýmislegt annað sem viðkemur vali á landsliðinu.
Ljóst er að 7 manns munu detta úr hópnum og mun það skýrast smátt og smátt fram að keppninni sjálfri sem haldin verður í USA 22. og 23. september.
Kynntur var
liðsstjóri liðsins en það er Hákon Orri Ásgeirsson fyrrum formaður VÍK.
MSÍ mun hugsanlega efna til hópferðar á keppnina fyrir áhorfendur en það verður tilkynnt innan skamms.
Hægt er að lesa sig til um keppnina á www.buddscreek.com