Tips fyrir ísinn

 Nú eru allir komnir á fullt á ísnum og jafnvel í harðfeni…. Þá er tilvalið að minna menn á helstu atriði til að losna við að lenda í vandræðum með hjólið í FROSTINU!!

-Ísvari í bensínið þetta má reyndar gera árið um kring þar sem að ísvarin virkar til að eyðe vatni úr eldsneyti hjólssins auk þess að bæta octantölu!
-Munið að hafa allar oliur ferskar! þetta minkar líkurnar á að pakkdósir fari að leka, eins má líka nota þynnri oliur í kuldanum.
-til að koma í veg fyrir að blöndungar frjósi fastir má setja einhverskonar plast,gúmí eða jafnvel pappa hlýf frá cylindri til blöndungs!
-Nýjan bremsuvökva !! bremsuvökvi blandast vatni en vatn frýs við frostmark þetta getur haft miður góð áhrif á bremsukerfið…
-Frostlögurinn í lagi??
-Annars vil ég minna á ádreparana fyrir ísinn þú vilt ekki fá skrúfudekk yfir þig með allt í botni ef einhver missir vald á hjólinu…

Ef þið hafið spurningar endilega hafið samband raggi@raggi.is eða Véljól og Sleðar 5871135

Með kveðju Raggi VH&S

Skildu eftir svar