Frá og með morgundeginum, miðvikudegi verður Bolaöldubrautin lokuð og endurslóðarnir ofan við MX-brautina verða einnig lokaðir. Þar er búið að leggja keppnisbrautir helgarinnar og er því öll umferð bönnuð um það svæði fram yfir helgi.
Á morgun mætir beltagrafa í mx-brautina til að mala grjótið úr grófustu köflunum og í framhaldinu verður farið í að laga hana fyrir keppnina. Á fimmtudagskvöld verður vinnudagur í brautinni og við óskum eftir aðstoð sem flestra við lagfæringar og undirbúning keppninnar. Smíðavinna er á fullu í húsinu, nýtt klósett verður vonandi komið upp fyrir helgi og nýr gólfdúkur á búningsaðstöðuna og ýmislegt fleira. Það er því full þörf á allri hjálp sem býðst.
Kveðja, Hrafnkell Sigtryggsson formaður VÍK