Blaðamannafundur vegna Motocross of Nations

MSÍ mun halda blaðamannafund í Íþróttamiðstöðinni Laugardal á morgun fimmtudaginn klukkan 11.00. Kynnt verður fyrsta landslið Íslands í akstursíþróttum sem fer síðdegis sama dag til Bandaríkjanna til keppni í Motocross of Nations.

Keppt hefur verið í Motocross of Nations síðan árið 1947 og er Ísland að taka þátt í fyrsta skipti þar sem hið


nýstofnaða Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) er aðili að Alþjóðamótorhjólasambandinu (FIM).

Þegar hafa verið valdir þeir 3 keppendur sem keppa í Motocross of Nations. Þeir eru:
Aron Ómarsson frá Keflavík, 19 ára, keppir á Kawasaki KXF 250 Valdimar Þórðarson frá Mosfellsbæ, 23 ára, keppir á Yamaha YZF 450 Einar Sverrir Sigurðarson frá Mosfellsbæ, 34 ára, keppir á KTM SXF 505

Boðið verður uppá léttar veitingar að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir:

Hákon Orri Ásgeirsson
Liðsstjóri
sími 820-8855

Skildu eftir svar