Frá Binna í USA – Dagur 3

Jæja það var flottur dagur í gær, reyndara sagt geggjaður !. "Strákarnir okkar" tóku þátt í heimakeppni í Englistown…….svaðalega flott braut með einum flottasta palli sem ég hef séð !! – Step-up sem maður missti næstum þvag yfir :).

Sjáiði þennan !!!!  >>

Valdi Kaldi "Holeshot king" var heitastur af strákanum, kannski með rétta hugafarið sem er að hafa gaman af


þessu, við sigrum ekki Ameríku á 14 dögum ;)….en Aron og Einar komust í gírinn í síðustu móto-unum og missti maður hreinlega röddina af peppi og öskrum. Aron var var búin að vera fyrir miðju í sínum móto-um en hann keppti í 4-stroke open, College boy og 125A.

Aron "The Red"

Flottur sá " kaldi " 🙂

Valdi náði fjórum holuskotum og leiddi þrjú móto framan af en lenti svo fyrir miðju, en Valdi keppti í 4-Stroke open, College boy og 250A. Einar var flottur á nýja 505cc KTM-inu og sýndi flottan akstur en átti í smá brasi með framfjöðrunina sem fór að leka og þurfti því að skipta yfir á stock fjöðrun, en Einar keppti í 25+, 250A og 35+.

Íslandsmeistarinn.

En semsagt frábær dagur í gær og við meigum vera allveg helsátt með strákana að ná að vera ofarlega þar sem þeir höfðu aldrei séð þessa braut áður og demndu sér í keppni með mönnum sem æfa sig reglulega þarna og keppa !.

Sáttir með daginn !

Svo fékk maður smá fight beint í æð, smá árekstur á einum pallinum þegar átti að reyna pass, en það endaði með góðu krassi og fínum slagsmálum eftir það 🙂

Velkomin til Ameríku..hehe 🙂

Kv BinnZon

Skildu eftir svar