Ný motocrossbraut á Hellu opnuð um helgina

Flugbjörgunarsveitin á Hellu mun samhliða torfærukeppnum um helgina opna formalega nýja og glæsilega motocrossbraut sunnudaginn 23. september kl. 12:00.
Motocrossbraut þessi er um 1.100 metra löng með um 10 misstórum stökkpöllum  og mörgum hallandi beygjum jafnt sem flötum og ætti brautin að henta vel flestum sem stunda motocross. Brautin er lögð með það í huga að hægt verði að stækka hana um helming til vesturs ef aðsókn og móttökur verði það góðar að þörf sé á stækkun. 
Brautin var unnin þannig að öllu efni í brautinni var ýtt upp með jarðýtu og brautin þannig mótuð, en um 70% brautarinnar er sandur og er því miklar líkur á að brautin verði opin í allan vetur og var hugsunin við gerð brautarinnar að brautin ætti að henta motocrosshjólum allt frá 65cc og upp í stæðstu hjól. Ekkert grjót er í


brautinni, en efnið í brautinni er um 70% sandur, um 20% mold og 10% fíngerð möl (vikur), en allir pallar nema 3 eru úr sandi og því koma sandpallarnir til með að lækka töluvert í vetur.  Í brautinni er um 250 metra langur moldarkafli með 3 moldar stökkpöllum og þvottabrettiskafla, en þar sem þessi kafli er byggður upp á mold þá getur hann frosið og orðið hættulegur, og í miklum rigningum verið hált að keyra hann, þá er kafli við hliðina úr sandi sem býður upp á að sleppa moldar kaflanum.
Fyrir byrjendur var gerð lítil byrjandabraut sem ætluð er fyrir þá sem eru að byrja í þessu mótorsporti og er sú braut eingöngu fyrir byrjendur og ekki ætluð þeim sem lengra eru komnir.
Einnig var gerð lítil sporöskjulaga braut sem eingöngu er ætluð til kennslu og æfinga þar sem hægt er að aka hringinn í báðar áttir. Þessi braut er með tveim stökkpöllum (annar úr sandi, en hinn úr mold) og er tengibraut í henni miðri til að auðvelda kennslu og bíður þessi braut upp á ýmsa möguleika til kennslu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna .
Brautarmiðar verða seldir í OLÍS á Hellu, en Flugbjörgunarsveitin vill koma á framfæri þökkum til þeirra mótorhjólamanna sem aðstoðuðu við brautargerðina með ábendingum um hvað betur mætti fara við gerð brautarinnar.

Flugbjörgunarsveitin á Hellu vill þakka sérstaklega eftirtöldum aðilum:
Rangárþyng Ytra, Heklubyggð, Þjótandi, Árhús, Kanslarinn,
Garry Wright úr motocrossskólanum í englandi http://www.ngagemx.com/
Þeir Íslendingar sem hjálpuðu með sínu faglega áliti voru frá Selfossi, Ívar Guðmundsson og Óskar Sigurðsson, en frá Reykjavík fyrrum Íslandsmeistarinn í motocrossi Reynir Jónsson og sonur hanns Eyþór og einnig Ásgeir Elíasson sem kom með Garry til að prufa það sem búið var af brautinni þegar þeir mættu á svæðið. Síðast en ekki síst Hjörtur L. Jónsson fyrir hönnun og gerð brautarinnar.

Að lokum allur akstur utan brauta og vegslóða er með öllu bannaður á öllu svæðinu og verði menn staðnir af slíku mun viðkomandi verða beðinn að yfirgefa svæðið.

Virðingarfyllst,

Svanur Sævar Lárusson
Formaður F.B.S.H.

Skildu eftir svar