Vélhjóladeild Þórs í Þorlákshöfn ákvað að styrkja landsliðið sem er að fara á MXON á fimmtudaginn, fengum við þá félaga í heimsókn til okkar í gærkvöldi.
Þar voru þeim afhent árskort í Motocrossbrautina í Þorlákshöfn og þar sem Valdi er heiðursfélagi í Vélhjóladeild Þórs fékk hann einnig fjárstyrk frá okkur. Við óskum þeim góðs gengis í keppninni og góðrar ferðar út til Ameríku.
Stjórn vélhjóladeildar Þórs Þorlákshöfn