Sæl öll, við Guðberg vorum að ræða saman um að kíkja upp á svæði á sunnudagsmorguninn og taka til hendinni fyrir veturinn. Það þarf að týna saman plast og stikur eftir keppnina og ganga frá og laga til á svæðinu fyrir veturinn. Verkefni sem þarf að taka er t.d. að klára girðingarvinnuna, breyta innkeyrslunni í endurbrautirnar og loka bílastæðið betur frá endurslóðunum. Setja gler í hurðarnar, ganga í rafmagnsmál (ofna og inntak á alvörustraum), tengja háþrýstidælur, laga girðingar og ýmislegt annað snikk.
Þeir sem hafa ekki komið upp eftir sl. viku vita væntanlega ekki stöðuna en nú er
búið að dúkleggja allt húsið og allt annað að sjá það. Á föstudaginn var byrjað að plægja niður rafmagnsstreng frá okkur að Litlu kaffistofunni þannig að við verðum vonandi komnir með almennilegt rafmagn á næstu vikum. Frederick Hedman gerði mjög skemmtilegar breytingar á stóru brautinni sem hefur verið mikið sótt undanfarna daga þegar veður hefur boðið upp á það.
Hugmyndin var að byrja snemma eða kl. 10 og ná að hjóla eitthvað t.d. frá kl. 15.
Spáin er svona:
Súpa og samlokur frá Litlu kaffistofunni í hádeginu – hverjir geta staðist þetta
góða boð? 🙂
Kveðja, Keli