Stjórn VÍR hefur ákveðið að styrkja Suðurnesjamanninn Aron Ómarsson til fararinnar á MXdN um 100.000 kr. Stjórn VÍK hefur einnig ákveðið að styrkja landsliðið um 150.000 kr. Með þessu eru félögin að sýna í verki stuðning sinn við þetta fyrsta landslið Íslendinga í motocrossi. Liðið tekur eins og fram hefur komið þátt í Motocrosskeppni þjóðanna dagana 22. og 23. september í Bandaríkjunum, en keppnin Motocross of Nations er eins konar heimsmeistaramót landsliða í motocrossi.