Hvað er að gerast á árshátíðinni?

Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning árshátíðar VÍK. Dagskráin er glæsileg að vanda. Veislustjóri verður fyrrverandi FM hnakkinn og gleðigjafinn, Þröstur 3000, Viskí og vindlaklúbburin treður upp með nýtt prógram, nýtt myndband frá motocross tímabilinu og ferð landsliðsins til USA verður frumsýnt. Verðlaun verða veitt fyrir íslandsmótin s.l. sumar ásamt skemmtilegum aukaverðlaunum í furðulegum flokkum og svo mun hljómsveitin Spútnik halda uppi stuði fram á nótt. Matseðillinn er girnilegur að vanda. Í forrétt verður Villisveppatríó ásamt brauði, í aðalrétt er Lambafillet með svepparandalínu, hægelduðu rótargrænmeti og estragon soðsósu og í eftirrétt er súkkulaðikaka með pistasíum og vanillís.

Rétt er að minna á það að aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd með forráðamönnum. Miðasala er í fullum gangi hér á vefnum og í Moto.

Skemmtinefndin.


Skildu eftir svar