Veðurguðirnir voru ekki alveg að hjálpa okkur í þetta skipti en við teljum að það hafi ekki komið niður á nokkrum keppanda né áhorfendum, þar sem við erum jú Íslendingar og búum okkur samkvæmt veðri. Prjónkeppnin var skemmtileg og réðist með því að Brynjar Þór Gunnarson ( B- Morgan ) rúllaði þessu upp, hélt sér á afturdekkinu út allan sandinn þannig að áhorfendur héldu að han ætlaði hreinlega í kaffi hjá gamla fólkinu á dvalarheimilinu.
Í stóru 45 mín. keppninni (450 – 250 – 125) var nokkuð um óhöpp, en þar fóru þeir Ásgeir 277 og Gísli Þór 377 illa á hausinn og þurftu að heimsækja spítalann. Ásgeir 277 varð fyrir einhverjum hnémeiðslum og er eithvað aumur en fer í læknisskoðun seinna í vikunni. Gísli 377 fékk eftirminnilega ferð í sjúkrabílnum á spítalann en hann reyndist óbrotinn en einhverjir marblettir og tognun fyldu með í kaupunum. (Það þarf eithvað að endurskoða aðkomu sjúkrabíla fyrir næsta ár.)
85 cc og kvennaflokkurinn var mjög fríður og er mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum flokkum en þarna eru framtíðarefni okkar í íþróttinni á ferð. Eyþór Reynisson vann 85 flokkinn með glæsibrag og Karen Arnardóttir kvennaflokkinn einnig með glæsibrag. Við keppnishaldarar gerðum reyndar þau mistök að gera ekki ráð fyrir kvennaflokki 85cc í verðlaunaafhendingu, við afsökum okkur með því að það var enginn keppandi í fyrra í þessum flokki og þar liggja okkar mistök, þetta verður lagfært fyrir næsta ár.
Í 10 manna úrslitunum réðust verðlaunasætin úr heildarkeppninni, Einar Sverrir rúllaði þessu upp hringaði vel flesta og suma tvisvar, brautin var höfð stutt og hröð, varð úr því heilmikið reis sem var skemmtilegt fyrir áhorfendur að fylgjast með, en þó varð Aron 66 fyrir því óláni að fara á hausinn og endaði eins og hinir tveir í sjúkrabílaferð á spítalann, eithvað rifnuðu vöðvafestingar í nára hjá honum en hann telur sig ekki hljóta varanlegan skaða af.
Við þökkum öllum áhorfendum og keppendum fyrir komuna og mjög skemmtilegan keppnisdag. Einar Bjarnason og Reynir Jónsson fá sérstakar þakkir fyrir keppnisstjórn og brautarlagningu. Vinningshafar:
Prjónkeppni:
1. Brynjar Þór Gunnarsson Honda CRF 450
2. Einar Sverrir Sigurðarsson KTM 505 SX-F
3 Haukur Þorsteinsson KAWASAKI KX 450 F.
85 Flokkur:
1. Eyþór Reynisson HONDA CRF 150
2. Guðmundur Kort HONDA CRF 150
3. Jón Bjarni Einarsson HONDA CRF 150
Kvennafl.
1. Karen Arnardóttir KAWASAKI KX 125
2. Margrét Erla Júlíusdóttir KAWASAKI KX 125
3. Anita Hauksdóttir KAWASAKI KX 250F
MX ungl.
1. Heiðar Grétarsson KAWASAKI KX 250F
2. Hákon Andrason HONDA CRF 250
3. Viktor Guðbergsson SUZUKI RMZ 250
B FLOKK:
1. Eiríkur Rúnar Eiríksson YAMAHA YZF 450
2. Gústaf Adolf Hermannsson KTM 450 XC
3. Guðmundur Óli Gunnarsson KAWASAKI KXF 250
MX 2:
1. Atli Már Guðnason HONDA CRF 250
2. Aron Ómarsson KAWASAKI KXF 250
3. Haraldur Björnsson YAMAHA YZF 250 ?
MX 1:
1. Einar Sverrir Sigurðarsson KTM 505 SX- F
2. Ragnar Ingi Stefánsson KTM 450 SX-F
3. Brynjar Þór Gunnarsson Honda CRF 450
Verðlaunasætum er raðað eftir úrslitum úr 10 manna úrslitakeppninni og/eða samkvæmt stöðulista úr 45 mín kepninni.
Stuðningsaðilar fá mjög góðar þakkir án ykkar er þetta ekki hægt. GTT TÆKNI, GG LAGNIR, NÍNA tískuvöruverslun, TÖLVUÞJÓNUSTA VESTURLANDS, GALLERÍ OZONE, PROTECH hljóðkerfaleiga, TENGI, , BORGARLAGNIR, BÓB vinnuvélar, OLÍS, NÍTRÓ, JHM SPORT, HONDA – BERNHARD. PUKINN.COM og MOTO, Klakkur, Íslandsgámar og GP Vélar.
Nánari úrslit á www.motocross.is/urslit