ISDE 2007 Chile dagur 2 – 3

Keppnin á öðrum degi var erfið og duttu 34 keppendur út en sem betur fer ekki nema 3 slasaðir.
Keppnin fór fram í sandi eins og fyrsti dagurinn og voru margir keppendur komnirmeð nóg af öllum sandinum og hlakkaði til lþriðja keppnisdags en þá yrðu eknar aðrar leiðar.
Finnar stóðu uppi með forustu yfir heildina á öðrum degi, í öðru sæti Ítalía og í þriðja sæti Frakkar. Í fyrstu sætum eru þeir Juha Salminen(Finnland, KTM), Cristóbal Buerrero(Spánn, Yamaha), Kurt Caselli(USA,KTM). Í keppni ungra ökumanna eru Spánverjar með forustu.
Dagur 3:

426 keppendur hófu keppni á degi 3.

Keppni dagsins fór fram í fjallendi og reyndi það meira á tækni keppenda en fyrstu tveir dagarnir höfðu gert.

Um miðbik keppninnar reið yfir jarðskjálfti að styrkleika 4,4 á Richter en það truflaði keppendur ekkert en margir áhorfendur og þá sérstaklega útlendingar urðu skelkaði en þetta er mjög algengt á Chile.

Finnar héldu forustunni eftir þriðja dag yfir heildina með tímann 11.klst, 27m, 53s, Ítalir koma svo í öðru sæti með tímann 13klst, 20m, 17s, Frakkar eru svo í þriðja sæti með tímann 14klst, 40m, 8s, í fjórða sæti eru svo Svíar með tímann 19klst, 36m, 25s og England í fimmta sæti með tímann 30klst, 16, 49s.

Í keppni ungra ökumanna heldur Spænska liðið forustu með tímann 9klst, 49m, 44s, Frakkar koma svo í öðru sæti með tímann 13klst, 11m, 11s, Ástralir eru í þriðja sæti með tímann 19klst, 31m, 24s, á eftir þeim koma svo Finnar, Svíar og Ítalir.

Bestu tíma dagsins áttu svo bandaríkjamaðurinn Kurt Caselli(KTM) í E3, Frakkinn Johnny Aubert(Yamaha) í E2, í kvennaflokki var Finnska konan Jari Mattila(KTM).

Kv.

Dóri Sveins

Skildu eftir svar