Þá hefur það verið formlega tilkynnt – Dakar 2008 verður ekki !!!!!!
Vegna ítrekaðra hótana um hryðjuverkaárásir á keppnina/keppendur og mikils þrýstings vegna þess frá Frönskum yfirvöldum, sérstaklega Franska utanríkisráðuneytinu, hefur keppnishaldarinn (A.S.O) tekið þá ákvörðun að aflýsa með öllu keppninni í ár.
Fjórir Franskir ferðamenn voru myrtir á grimmilegan hátt í Mauritaniu í s.l. mánuði og samtök tengd Al-queda hafa haft í hótunum vegna keppninnar. Þessar hótanir eru taldar þess eðlis að ekki var talið mögulegt að tryggja öryggi keppenda – og því er staðan þessi. Því miður!
570 lið voru mætt til leiks í Portúgal og stemmningin væntanlega eins léleg og hugsast getur í Lissabon þessa stundina. Þetta hlýtur að vera gríðarlegt áfall fyrir keppendur og styrktaraðila, þó gera megi ráð fyrir því að flestir taki þessu með stóískri ró. Enda eru það ekki neinir venjulegir karlar og kerlingar sem mæta árlega til leiks í þessari lengstu og erfiðustu þolaksturskeppni í heimi.
//EiS