Honda liðið í Dakar

Honda verksmiðjurnar tefla fram 6 eða 7 ökumönnum í sínu verksmiðjuliði í Dakarrallinu að þessu sinni, það liggur ekki alveg fyrir ennþá hvort 7 maðurinn nær inn.
Hafa ökumenn liðsins æft mjög stíft síðan í nóvember á hjólunum í sandi og nú síðast tóku þeir þátt í sandkeppni í Hollandi og röðuðu þeir sér í flest efstu sætin.
Munu ökumennirnir keppa á mikið endurbættu Hondu CRF 450 DAKAR X, er það byggt að því hjóli sem fyrst var notað í Dakar rallinu 2006.


Honda verksmiðjurnar hafa lofað öðrum Honda ökumönnum stuðningi þó svo að þeir teljist ekki í verksmiðjuliðinu.
Til þess að standa undir þessu hefur liðið til umráða 2 stórum 6×6 hjóla trukkum sem eru með allt til viðgerða og alla varahluti sem hugsanlega þarf ásamt rafstöð nógu öflugri til að sjóða saman hjólin ef þarf.
Einnig hefur liðið 2 Landcruiser jeppa svo það ætti að vera nóg að viðgerðarmönnum ef eitthvað klikkar.

Samkvæmt reglum keppninar þá má engin keppandi hafa aðstoðarbíl en keppendur meiga aðstoða hvern annar og eru því allir viðgerðar- og aðstoðarbílar/trukkar skráðir til keppni líka.

Kv.
Dóri Sveins

Skildu eftir svar