KTM tilbúið fyrir Dakar rallið

Á hverju ári er talað um að næsta Dakar rall verði erfiðara en það síðasta og núna þegar 30 rallið er að fara í gang þá lítur út fyrir að þetta verði það erfiðasta af þeim öllum eftir því sem Hans Trunkenpolz yfirmaður rallydeildar KTM segir “þessi tími ársins er mjög annasamur hjá okkur við við prófanir en við erum alveg á áætlun, við erum nýkomnir frá Dubai og gekk það allt saman mjög vel.
Við erum sannfærðir um að vinna keppnina, það er ætlast til þess af okkur og vonandi gengur það eftir”.

KTM hefur góða möguleika á að sigra í 8 sinn, af þeim 245 hjólum sem voru búin að skrá sig koma 124 af þeim frá KTM.

Rallið að þessu sinni liggur um Portugal, Spán, Marakó, Máritiníu og Senegal.
Heildarkílómetrafjöldinn er 9273 en af því eru 5735km á sérleiðum, í fyrsta sinn í sögu Dakar rallsins verða 2 leiðar í Marakó sem verða aðskildar, þ.e.a.s hjólin aka sérleiðir og bílar sér, einnig verða 3 leiðar í rallinu þar


sem ekki verður leyfð nein aðstoð á leiðunum og þar reynir mikið á keppendur með að klára þær leiðar og eins gott að þeir þekki hjólin sín vel.

KTM verksmiðjuliðin fjögur samanstanda af sex ökumönnum.
Þar má fyrst nefna Rally-Raid heimsmeistaran Marc Coma og tvöfaldan Dakar sigurvegara Cyril Despres, svo má nefna nýliðann Fransisco Lopes, hann var við prufuaksturinn í Dubai og sagði “KTM 690 Rally hjólið er virkilega glæsilegt hjól, hraðinn og fjöðruninn í sandinum er ótrúleg og að keyra það í sandinum þarna í Dubai er stórkostleg upplifun”

Hollendingurinn Frans Verhoeven og frakkinn David Casteu mynda KTM Kástle liðið.
“Eftir slysið hjá mér í fyrra þá ætla ég að einbeita mér að komast til Dakar og klára og að sjálfsögðu að styðja mína félaga og stefni ég á að klára eins ofarlega og nálægt félögunum” sagði Frans Verhoeven.

Fyrir KTM Repsol liðinu fer Marc Coma sem féll úr leik í fyrra þegar það voru ekki nema 2 dagar eftir af keppninni en hann var samt mjög ánægður með gengi liðsins á síðasta keppnistímabili.
“við eigum erfiða keppni framundan, verður rötun stór þáttur þar(hann villtist í fyrra. innskot höf.), við keyrum í átta daga í Máritiníu og geta ein mistök kostað okkur sigur” sagði Marc Coma.

Í Red Bull KTM liðinu er meistarinn Cyril Despres og er reiknað með að mesta keppnin verði á milli hans og Marc Coma og er hann orðin spenntur að starta rallinu.
“Dakar rallið snýst um að keppa við sandinn og þig sjálfan, að sjálfsögðu mun ég keyra eins hratt og ég mögulega treysti mér, ég hef einbeitt minni þjálfun nuna síðustu vikur mest við líkamann og svo stutt inná milli á hjólinu” sagði Cyril Despres.

Í Dakar rallinu 2008 eru það ekki bara verksmiðjuliðin sem aka á KTM 690 Rally útfærslunni heldur eru margir af öðrum keppendum sem hafa valið þetta hjól og reynir KTM að styrkja þá með ýmiskonar aðstoð því allir eltast þeir við sama drauminn, það er að komast til Lac rose í Dakar.

Dóri Sveins

Skildu eftir svar