Nú er nýtt starfsár að hefjast í sportinu hjá okkur samkvæmt útgefinni mótaskrá MSÍ fyrir 2008. Árið mun hefjast á Mývatni þar sem fram fer Íscrosskeppni sem er partur af Íslandsmótaröð í Íscrossi.
Það hefur verið ákveðið að skráning í keppnir héðan í frá mun alltaf ljúka á miðnætti mánudags fyrir hverja keppni og ekki mun verða hægt að skrá sig til keppni eftir það. Skráningin er opin í það minnsta í 2 vikur fyrir keppnina þannig að um nægan tíma er að ræða til að skrá sig.
Ástæðan fyrir þessari breytingu er einfaldlega til að létta á störfum starsmanna keppnanna sem hingað til hafa þurft að setja mótin upp á mótstað rétt fyrir keppni vegna óreglu í skráningum.
Þetta viljum við koma í veg fyrir og koma vel udirbúnir til keppni og geta keyrt mótin hnökralaust.
Þess vegna vonum við að keppendur líti á þessa breytingu jákvæðum augum og skrái sig tímanlega
hverju sinni, það þjónar engum tilgangi að bíða fram á síðasta klukkutímann eins og við höfum reynslu fyrir.
Keppandi þarf að vera félagi í aðildarfélagi MSÍ og það er í verkahring aðildarfélagisn að uppfæra félagatal sitt í Felix. Ef það er ekki gert þá er ekki mögulegt að skrá sig í gegnum kerfi MSÍ.
Hér er listi yfir tengiliði aðildarafélaga MSÍ
með fyrirfram þökk um góð viðbröggð
Guðmundur Hannesson
Formaður MSÍ
S: 864-4732