Aðalfundur VÍK var haldinn fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20 í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Mæting var dræm og hefði vissulega verið gaman að sjá fleiri félagsmenn koma á fundinn og sýna starfinu meiri áhuga. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
Velta VÍK á síðasta ári var 21,7 milljón á móti 11,7 milljónum á árinu 2006 og munaði mest um styrki til félagsins frá ÍTR og ÍBR og fleiri aðilum. Tap var á hefðbundnum rekstri sem nam 813 þús kr.
Heildarniðurstaða ársins þegar tillit er tekið Fjármunatekna, skatta og óreglulegra liða var þó 209 þús. kr. hagnaður sem verður að teljast viðunandi miðað við allar þær framkvæmdir sem félagið hefur lagt í árinu s.s. lagning rafmagns í Bolaöldu, kaupa á jarðýtu og fleiri tækjum.
Stjórn félagsins var öll endurkjörin og er ánægjulegt að sjá samstöðuna
innan hennar að halda samstarfinu áfram eitt ár í viðbót. Nýr maður
bættist inn í stjórn sem varamaður, Þóroddur Þóroddsson og er hann
boðinn velkominn í starfið. Vel gekk að raða í nefndir og helstu störf
í kringum félagið og verður spennandi að fylgjast með starfinu á næsta
starfsári.
Nánari upplýsingar um stjórn og nefndir má sjá í kynningunni frá
fundinum og reikninga félagsins og skýrslu stjórnar má nálgast hér á
síðunni.
Kveðja,
Keli
Vík ársreikningur 2007
Aðalfundur skýrsla stjórnar 2007
Skýrsla stjórnar, glærukynning