Í grein eftir alþingiskonuna Siv Friðleifsdóttur, sem birt er í dag í 24-stundum, fjallar Siv meðal annars um viðhorf núverandi umhverfisráðherra til vélhjólafólks, sem birtist í svari ráðherra við fyrirspurn hennar á Alþingi. Fyrirspurnin var gerð í frammhaldi skýrslu Umhverfisnefndar MSÍ/VÍK, og voru viðbrögð umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, vægast sagt mikil vonbrigði, og báru vott um skilningleysi!