Bréf frá bónda í Þykkvabæ

Góðan dag,

Nokkrir ábúendur í Þykkvabæ eru orðnir ansi þreyttir á umferð hjóla í Þykkvabænum.  Ástandið er orðið hreint út sagt eins og að búa við Laugaveginn nema hvað umferðarhraðinn er talsvert meiri.

Íbúðarhúsið mitt er t.d. rétt við veginn og útihúsin hinum megin við veginn – umferðarhraðinn er að lágmarki 90 km/klst framhjá stofuglugganum hjá mér.

Hávaðinn frá hjólunum er mjög þreytandi og engu líkara en að einhver sé að vinna allar helgar með loftpressu í nágrenninu.


Það er m.a. búið að keyra niður girðingar hjá okkur.

Við erum búin að fjárfesta tugi milljóna í okkar landi til að stunda okkar búskap og útivist og því eðlilegt að menn geti þó ekki nema gengið yfir götuna án þess að leggja sig í stórhættu vegna hraðaksturs.

Hér eru tamningamenn við vinnu sína og ekki eðlilegt að að þeir geti ekki notað sínar landareignir til að vinna í sínum hrossum – þið verðið að muna að Þykkvabæjarfjara er ekki almenningur heldur í einkaeigu Þykkbæinga.

Kveðja,
Kristín Bjarnadóttir
Stóra-Rimakoti

Skildu eftir svar