Landsbjörg nýtir aðstöðuna við Bolaöldu á laugardaginn

Næst komandi laugardag,15. mars mun Slysavarnarfélagið Landsbjörg ásamt Landhelgisgæslunni og Landspítala Háskólasjúkrahúsi, nýta sér aðstöðu VÍK í Bolaöldu og Jósepsdal.

Athygli er vakin á því að vegna þessarar æfingar verður umferð á svæðinu takmörkuð frá því árla morguns laugardag, til ca. kl. 14  sama dag.

Um er að ræða viðamikla snjóflóðaæfingu með þátttöku mikils fjölda björgunarsveitamanna ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Sett verður upp sjúkratjald og aðstaða fyrir greiningarsveit LSH á svæðinu nálægt húsi VÍK.
Stjórn VÍK telur sér ljúft og skylt að veita þessum aðilum aðgang að svæðinu ásamt aðgangi að húsi og annarri aðstöðu sem þar er.
Vinsamlegast sinnið vel öllum ábendingum þessarra aðila á svæðinu á meðan á æfingu stendur.
Stjórnin.

Skildu eftir svar