Slys á Njarðvíkurbraut

Eftirfarandi er tekið af fréttavef mbl.is
Torfæruhjól og fólksbíll lentu í árekstri á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík um sex leytið í kvöld. 14 ára gamall piltur ók torfæruhjólinu og að sögn lögreglu rotaðist hann og var fluttur með sjúkrabíl til læknisskoðunar. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað. Pilturinn mun ekki hafa virt biðskyldu á gatnamótunum.
Af gefnu tilefni vill vefurinn ítreka að allur akstur torfæruhjóla á rauðum númerum innanbæjar er bannaður, þetta eru ekki götuhjól. Farið varlega.


{mosimage}

Skildu eftir svar