Ed Bradley og Einar Sigurðarson voru jafnir að stigum í MX1 í fyrstu umferð Íslandsmótsins í Motocrossi í dag. Bradley sigraði daginn þar sem hann vann síðasta moto-ið en Einar varð annar. Þriðji í MX1 var svo Ragnar Ingi Stefánsson.
Í MX2 sigraði Gunnlaugur Karlsson, í 85cc kvennaflokki sigraði Karen Arnardóttir, í 85cc karlaflokki sigraði Eyþór Reynisson, í MX unglngaflokki sigraði Sölvi Sveinsson, í 85cc kvennaflokki sigraði Bryndís Einarsdóttir en nánari fréttir koma af keppninni hér á síðunni innan tíðar
Gríðarleg spenna var í MX1 flokknum. Sjaldséð að eins margir hafi leitt keppni í einum flokki. Ágúst Már Viggósson hóf árið gríðarlega vel, og leiddi fyrstu 3 hringina og sýndi glæsileg tilþrif. Einar Sigurðarson tók svo forystuna og leiddi í 9 hringi en svo ..
..tók Ragnar Ingi forystuna og á síðustu metrunum kom Gylfi Freyr Guðmundsson fram úr Ragnari eftir að hafa dottið á öðrum hring og fallið niður í 10.sæti. Gylfi Freyr, sem var Íslandsmeistari 2006, vann fyrsta motoið með 0,224 sekúndna mun! Þetta var einhver glæsilegasti framúrakstur sem menn muna eftir.
Gylfi Freyr náði ekki að fylgja sigrinum eftir í næsta moto þó svo lengi hafi litið út fyrir það. Hann leiddi fyrstu fjóra hringi í moto 2 en datt svo í lendingu á litlum stökkpalli og dróst afturúr. Ed Bradley hafði þá náð tökum á rigningunni og starthliðinu og stal forystunni og hélt henni með öruggum akstri. Einar varð annar og Ragnar þriðji. Gunnlaugur Karlsson, Gunnar Sigurðsson og Ágúst Már Viggósson náðu inná þrjú efstu sætin á tímabili en náðu ekki að halda því.
Ed Bradley sigraði einnig þriðja motoið þrátt fyrir rólegt start. Einar varð annar og Gunnar Sigurðsson þriðji.
Ljóst er að spennan á ekki eftir að minnka þegar á líður sumarið. Landsliðsmennirnar Valdimar Þórðarson og Aron Ómarsson ættu að geta blandað sér í toppbaráttuna seinna í sumar en Valdimar keppti í gær meiddur á öxl en Aron sat hjá eftir fótbrot. Hraðinn er orðinn feykilega góður hjá mörgum ökumönnum og ljóst að Bradley þarf að hafa mikið fyrir hlutunum í sumar. Þess má þó geta að Bradley keppir sem gestur og skorar ekki stig til Íslandsmeistara.
85cc Kvenna (kvenna)
- Bryndís Einarsdóttir 50 stig
- Guðfinna Gróa Pétursdóttir 40 stig
- Ásdís Elva Kjartansdóttir 34
- Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir 34
- Álfhildur Gunnarsdóttir 31
- Una Svava Árnadóttir 22 stig
- Bergrún Lind Jónasdóttir 20 stig
Opinn kvennaflokkur
- Karen Arnardóttir 50 stig
- Signý Stefánsdóttir 44 stig
- Aníta Hauksdóttir 38 stig
- Margrét Erla Júlíusdóttir 38
- Guðný Ósk 32
- Geirþrúður Dóra Högnadóttir 28
- Margrét Mjöll Sverrisdóttir 26
- Sigrún Sigmundsdóttir 26
- Hekla Daðadóttir 25
- Teódóra Heimisdóttir 23
85cc karla
- Eyþór Reynisson 50 stig
- Friðgeir Óli Guðnason 40 stig
- Ingvi Björn 38 stig
- Bryndís Einarsdóttir 36
- Guðmundur Kort 36
- Haraldur Örn Haraldsson 30
- Daníel Freyr Árnason 30
- Gylfi Þór Héðinsson 26
- Stefán Hinriksson 23
- Alexander Örn Baldursson 21
MX-B flokkur
- Daði Erlingsson 47 stig
- Sveinn Aron Sveinsson 41 stig
- Garðar Atli Jóhannsson 36 stig
- Hjörtur Pálmi Jónsson 35
- Ingvar Birkir Einarsson 34
- Einar Örn Gunnarsson 31
- Haraldur Björnsson 27
- Þórhallur B Lúðvíksson 25
- Ástþór R Guðmundsson 24
- Steinn Hlíðar 21
MX – Unglingar
- Sölvi Borgar Sveinsson 68 stig
- Ásgeir Elíasson 67 stig
- Baldvin Þór Gunnarsson 53 stig
- Geir Höskuldsson 53 stig
- Friðrik Friðriksson 45 stig
- Kjartan Gunnarsson 40 stig
- Aron Arnarsson 38 stig
- Snorri Þór Árnason 30 stig
- Hafþór Ágústsson 29 stig
- Jón Bjarni Einarsson 27 stig
- Ómar Þorri Gunnlaugsson 26 stig
- Eyþór Reynisson 24 stig
- Arnór Hauksson 24 stig
- Arnar Ingi Guðbjartsson 22 stig
- Bjarki Sigurðsson 22 stig
- Hermann Daði Eyþórsson 19 stig
- Hákon Andrason 17 stig
- Arnór Ísak Guðmundsson 13 stig
- Heiðar Már Árnason 11 stig
- Stefán Halldórsson 11
MX Unglingar 125cc
- Kjartan Gunnarsson
- Jón Bjarni Einarsson
MX-2
- Gunnlaugur Karlsson 68 stig
- Brynjar Þór Gunnarsson 64 stig
- Heiðar Grétarsson 56 stig
- Hjálmar Jónsson 54 stig
- Gísli Þór Ólafsson 46 stig
- Árni Gunnarsson 42 stig
- Örn Hilmarsson 41 stig
- Freyr Torfason 39 stig
- Jóhann Gunnarsson 36 stig
- Jónas Stefánsson 36 stig
MX-1
- Ed Bradley 64 stig
- Einar S Sigurðarson 64 stig
- Ragnar Ingi Stefánsson 60 stig
- Gunnar Sigurðsson 56 stig
- Gunnlaugur Karlsson 39 stig
- Michael B David 39 stig
- Brynjar Þór Gunnarsson 38 stig
- Gylfi Freyr Guðmundsson 38 stig
- Atli Már Guðnason 34 stig
- Ágúst Már Viggósson 33 stig
- Valdimar Þórðarson 30 stig
- Heiðar Grétarsson 28 stig
- Hjálmar Jónsson 27 stig
- Magnús Ásmundsson 25 stig
- Gísli Þór Ólafsson 18 stig
- Freyr Torfason 15 stig
- Pétur Smárason 15 stig
- Árni Gunnarsson 19 stig
- Örn Hilmarsson 10 stig
- Jóhann Smári Gunnarsson 8 stig
Besta tíma dagsins átti Ed Bradley eða 1.54,276 en af Íslendingunum var það Gylfi Freyr sem átti 1.55,060
Nánari úrslit HÉR