3ja umferð Íslandsmótisins í Motocrossi

Spennan stigmagnast í Íslandsmótinu í motocross, nú þegar styttist í 3ju umferð. Stigakeppnin er nokkuð jöfn, því Íslandsmeistarinn Einar S Sigurðarson er eingöngu með 4 stiga forystu á Ragnar Inga Stefánsson. Í þriðja sæti er svo Valdimar Þórðarson, sem fékk fullt hús stiga í síðustu keppni, en hann var meiddur í fyrstu keppninni. Ljóst er að Valdi er sjóðheitur og ef fram fer sem horfir, hirðir hann báðar dollurnar í ár.
Ekki má gleyma að í MX1 keppninni eru nú fleiri flottir keppendur en oft áður og má þar nefna Atla Má Guðnason og Heiðar Grétarsson sem koma sterkir inn.


Í öðrum flokkum er einnig mikil spenna.
Í kvennaflokknum er mikil keppni um hvert einasta stig og ef dramatíkin heldur áfram mun það líklega ráðast á síðasta hring ársins hver hreppir titilinn.
Í unglingaflokknum er líka fjöldinn allur af flottum ökumönnum .
Svo er bara að muna að skrá sig – það hafa víst einhverjir gleymt því !!

Keppnin er á Akureyri, rétt við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, laugardaginn 2.ágúst. Keppni í unglinga- og kvennaflokkum hefst kl. 12:00, en í Meistaraflokki kl. 14:00.

Mætum öll á svæðið

Skildu eftir svar