Vinnu verður haldið áfram í kvöld við vökvunarkerfið. Núna eru rúmlega þrjátíu stútar komnir upp sem er tæplega helmingurinn af þeim stútum sem þarf í allt kerfið. Reynt verður að taka lokahnykkinn á restina í kvöld og því er brautin lokuð frá kl. 19. Enduroslóðarnir og byrjendabrautir verða opnar. Álfsnesið er líka opið, brautin þar er aðeins farin að grafast en var frábær í gærkvöldi. Því miður hefur ekki fengist vökvun í brautina ennþá en það hefur ekki komið mikið að sök þar sem mikill raki er enn í moldinni.