Gróðurskemmdir við Landmannalaugar

Tekið af www.ruv.is

Páll Ernisson, landvörður friðlands á Fjallabaki, segir að ökumenn torfæru- og fjórhjóla hafi valdið stórskemmdum á svæðinu. Hann segir lögregluna aðeins einu sinni í sumar hafa komið þessa leið.

Stóraukin torfæru- og fjórhjólaumferð í nágrenni Landmannalauga hefur sett mark sitt á stóran hluta landsins. Páll Ernisson, segir tugi ferkílómetra lands stórskemmda eftir hjól sem ekið sé utan vega og slóða. Ljót för séu nálægt slóðum í nágrenni Landmannalauga og nánast alls staðar þar sem mosi er.

Þetta séu skemmdir sem muni líklega aldrei gróa. Páll segir að sífellt færist í aukana að hjólamenn aki utan vega. Hann biður ökumenn að hugsa sinn gang þegar þeir keyri á jafn viðkvæmu svæði og landið á Fjallabaki er. Og Páll vill einnig frekari aðgerðir lögreglu og að þeir verði sýnilegri á svæðinu.

{mosimage}


Skildu eftir svar