Stjórn MSÍ hefur valið landslið sem fer á Motocross Des Nations fyrir Íslands hönd. Mótið verður haldið í Donington Park í Bretlandi dagana 27. og 28. September. Liðsmenn eru Aron Ómarsson á Kawasaki, Einar Sverrir Sigurðarson á KTM og Valdimar Þórðarson á Yamaha. Liðstjóri er Haukur Þorsteinsson.
Mikill kostnaður liggur á bakvið svona ferðar og óskar þessvegna landsliðið eftir öllum þeim styrkjum sem einstaklingar og fyrirtæki kunnu að geta veitt þeim.
Þeir sem vilja styrkja landsliðið okkar geta lagt inn á reikning: 0526-14-400235 kt. 171064-6949. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja landsliðið með stórum styrkjum geta haft samband við Teddu í síma 896-1318.
Eins og fyrr segir er kostnaður vegna svona ferðar gríðarlega mikill en flytja þarf hjól og menn út til Bretlands o.fl. o.fl. Munið svo að margt smátt gerir eitt stórt.