Námskeið hjá Aroni og Össa

Við viljum byrja á því að þakka þeim sem voru á fyrsta námskeiðinu hjá okkur fyrir skemmtilega helgi og vonum að þau hafi haft bæði gagn og gaman af.

Við höfum ákveðið að halda annað námskeið helgina 9-10 ágúst (helgina fyrir keppnina á Sauðárkróki). Farið verður í gegn um grundvallararatriði sem þurfa að vera á hreinu í motocrossi eins og mismunandi beygjur, stöðuna á hjólinu, stökk o.s.frv og áhersla lögð á að leiðbeina hverjum og einum eins og þurfa þykir. Til að námskeiðið skili svo sem mestum árangri þá verða teknar myndir í gríð og erg meðan á því stendur og að hverjum degi loknum eiga menn og konur (því þetta er alls ekki síður ætlað stelpum en strákum) að geta stúderað þær og séð hvað var vel gert og hvað þarf að bæta og haldið áfram að vinna í þeim atriðum.

Hægt er að sjá myndirnar frá síðasta námskeiði á slóðinni http://123.is/motocrossmyndir/

upplýsingar og skráning er hjá Aroni í gegn um netfangið aron@aron66.is. Þar þarf að koma fram:

Fullt nafn

Sími

Hjólategund

Óskir um tíma

Ágætt væri einnig að það komi fram hvort viðkomandi telur sig vera byrjanda eða eitthvað lengra kominn

Bestu kveðjur

Össi #404

Aron #66


Skildu eftir svar